Fólkið á bakvið Suðurbæjarskóla
Suðurbæjarskóli hefur á að skipa fjölbreyttan hóp starfsfólks sem býr yfir víðtækri reynslu, menntun og metnaði til að stuðla að vandaðri þjónustu fyrir skjólstæðinga. Við leggjum upp úr því að fá til okkur áhugasama og drífandi fagaðila til starfa.
Hjá Suðurbæjarskóla starfa meðal annars sálfræðingur, atferlisfræðingur, þroskaþjálfi og kennari. Allt starfsfólk fær reglulega fræðslu og sækir námskeið sem nýtist í starfi. Einnig fær það reglulegan aðgang að handleiðslu.
Persónuverndarstefna Suðurbæjarskóla
Suðurbæjarskóli kappkostar að tryggja vernd persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Persónuverndarstefna þessi tekur til vinnslu persónuupplýsinga um skjólstæðinga sem nýta vistunarúrræði, aðstandendur þeirra, umsækjendur um störf og starfsmenn. Tilgangurinn með henni er að upplýsa hvernig Suðurbæjarskóli safnar og meðhöndlar persónuupplýsingar í starfsemi sinni. Persónuverndarstefna þessi byggir á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Vinnsla persónuupplýsinga vísar til aðgerðar eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki.